*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Erlent 28. september 2004 17:47

Uppsagnir hjá Motorola

Ritstjórn

Motorola Inc. tilkynnti í dag að félagið ætlaði að segja upp 1.000 starfsmönnum á næstunni vegna fyrirhugaðar sölu á tölvukubba-starfsemi sinni(e. computer-chip business). Kostnaður fyrirtækisins vegna þessara uppsagna er áætlaður um 50 milljónir dollara. Motorola er næststærsti framleiðandi farsíma í heiminum, með um 88 þús. starfsmenn í 130 löndum.

Í Hálffimm fréttum KB banka kemur fram að samkvæmt markaðsrannsóknum hefur þetta bandaríska félag verið að vinna markaðshlutdeild, m.a. á kostnað Nokia. Uppsagnirnar nú eru ein leið til þess að ná kostnaði niður en nýr forstjóri tók við stjórnartaumunum hjá Motorola í byrjun árs og hafa bréf félagsins hækkað um 25% frá þeim tíma. Í kjölfar tilkynningarinnar í dag lækkuðu þó bréf félagsins um 1,1% niður í 17,3.

Kaupthing mælir með Nokia og Ericsson

Greiningardeildir Kaupthing Bank í Svíþjóð og Finnlandi hafa fylgst vel með þróun mála hjá Nokia og Ericsson. Deildirnar gáfu síðast út verðmat á Nokia í byrjun sept en Ericsson í sumar. Í báðum skýrslum var mælt með að fjárfestar keyptu eða myndu auka við hlut sinn í félögunum. Skýrslurnar sem eru á ensku er að finna á heimasíðu bankans: Ericsson og Nokia.