Í dag var átta blaðamönnum sagt upp á fríblaðinu Nyhedsavisen. Um þetta var tilkynnt á hádegisfundi í dag. Ástæða þessa er sögð vera góð auglýsingasala í blaðið og að ekki sé eins mikil þörf sé á skrifum og áður. Í mótmælaskyni lögðu allir blaðamenn blaðsins niður störf í dag, en forsvarsmenn blaðsins segja að það muni ekki hafa afdrifaríkar afleiðingar. Blaðamennirnir munu mæta aftur til vinnu á morgun.

Blaðamönnum á Nyhedsavisen hefur fækkað nokkur sem af er ári, þónokkrir hafa hætt en engir ráðnir í stað þeirra. Í dag eru 152 sem vinna sem vinna á ritstjórn blaðsins.