

Stöðugildum hjá Skeljungi mun fækka um 20 með skipulagsbreytingum hjá félaginu sem kynntar voru í morgun. „Markmið skipulagsbreytinganna er að einfalda starfsemina, stytta boðleiðir og hagræða í rekstri. Auk þess er verið að bregðast við því rekstrarumhverfi sem félagið býr við,“ segir í tilkynningu frá Skeljungi.
Áætlaður kostnaður við breytingarnar er um 100 milljónir króna sem verða gjaldfærðar á fyrsta fjórðungi ársins.
Ekki verður gerð breyting á framkvæmdastjórn félagsins en verkefni færast á milli sviða samkvæmt tilkynningu frá Skeljungi.
Í tilkynningunni segir að breytingin hafi verið samkvæmt tillögu Árna Péturs Jónssonar, forstjóra félagsins, og hafi verið samþykkt af stjórninni.
Fjárfestingafélagið Strengur eignaðist meirihluta í Skeljungi í byrjun ársins og hefur boðað miklar breytingar á rekstrinum. Skeljungur standi á tímamótum vegna orkuskipta. Strengshópurinn vill að eignir verði seldar og söluandvirði verði greitt til hluthafa, meðal annars til að greiða lán sem tekin voru til að fjármagna kaup Strengshópsins á hlutum í Skeljungi.
Verkaskipting framkvæmdastjórnar eftir breytingarnar verður: