Móðurfélag British Airways og Iberia skilaði 390 milljóna evra tapi á fyrstu sex mánuðum ársins, sem samsvarar um 57 milljörðum íslenskra króna. Samkvæmt tilkynningu fyrirtækisins er staðan þannig að ekki sé hjá því komist að segja upp starfsfólki innan samstæðunnar.

Á sama tíma í fyrra skilaði félagið um 39 milljóna evra hagnaði fyrir skatta. Mestu munar um hærri eldsneytiskostnað til viðbótar við kostnað við endurskipulagningu Iberia. Gert er ráð fyrir að greint verði frá endurskipulagningu spænska flugfélagsins í september. Búist er við fjölda uppsagna samhliða því þegar áætlun Iberia verður opinberu.