General Motors (GM) undirbýr nú uppsagnir þúsunda starfsmanna. Einnig hefur félagið tekið til athugunar hvort rétt sé að selja eða hætta framleiðslu fleiri tegunda, en Hummer deild fyrirtækisins er nú þegar til sölu.

Talið er að uppsagnirnar verði samþykktar á stjórnarfundi GM í ágúst. Einnig er talið að á fundinum verði ræddar leiðir til að verða GM út um aukið fjármagn.

GM hefur hafið naflaskoðun fyrirtækisins og leitar leiða til að ná því markmiði sínu að skila hagnaði á ný árið 2010, en hrap í bílasölu vestan hafs hefur reynst félaginu þungur baggi að bera.