Allir aðgöngumiðar eru uppseldir á leiki Evrópumeistaramótsins í knattspyrnu sem hófst í dag í Austurríki og Sviss.

Alls hafa verið seldir 1.050.000 miðar á alla leiki keppninnar, 31 talsins, sem þýðir að þeir sem eru að kaupa aðgöngumiða núna gætu verið að kaupa köttinn í sekknum.

„Allir aðgöngumiðar eru uppseldir. Við erum að sjálfsögðu að gera allt til að koma í veg fyrir að miðar séu seldir á svörtum markaði. En þeir miðar sem nú er verið að selja eru á svörtum markaði,“ segir framkvæmdastjóri EM 2008, Martin Kallen.

Aðgöngumiði á úrslitaleikinn 29. júní mun kosta á milli 160-550 evrur, 17.050-63.800 ÍSK.