*

laugardagur, 8. ágúst 2020
Innlent 8. júlí 2020 13:45

Uppselt í ferðina til Alicante

Á mánudaginn verður haldið til Alicante og í þá ferð er uppselt hjá ferðaskrifstofunum, VITA og Úrval útsýn.

Ritstjórn
epa

Á mánudaginn verður haldið til Alicante og í þá ferð er uppselt hjá ferðaskrifstofunum, VITA og Úrval útsýn. Hjá VITA eru ekki heldur til sæti í brottförina þann 20. júlí. Frá þessu er greint á vef Túrista

„Fyrstu tvær ferðirnar til Alicante eru uppseldar og fyrstu brottfarir til Tenerife eru vel bókaðar þannig að við erum bjartsýn á að við séum að ná að keyra sumarið vel í gang,” segir Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri VITA.

Að sögn Þórunnar Reynisdóttur, forstjóra Úrval-Útsýn, eru þar á bæ ennþá til laus sæti í ferðina þann 20. júlí. Þórunn bendir jafnframt á að ferðaskrifstofan geti skipulagt flugferðir með millilendingu til Spánar og annarra staða fyrir þá sem vilja.