Uppsetning nýs fjarskiptakerfis til talviðskipta við skip og báta umhverfis Ísland er nú á lokastigi. Endurnýjunin felur í sér talsverðar breytingar fyrir fjarskipti skipa. Þess vegna hvetur Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar/Vaktstöð siglinga, sjófarendur til að huga að öryggi sínu, endurnýja eða uppfæra gömul tæki auk þess að skipta út neyðarsendum ef á þarf að halda.

Áríðandi er að allar VHF stöðvar íslenskra skipa verði með DSC (Digital select calling) möguleikum og tengdar GPS tækjum. Líklegt er þó að hluti bátaflotans sé ekki með VHF DSC búnað. Ísland er næstsíðasta þjóðin við Norður Atlantshaf sem tekur upp DSC þjónustu á VHF, þ.e. tekur upp svokallað A1 svæði.

Sjá nánar á vef Landhelgisgæslunnar, HÉR