Hagnaður Nóa Síríusar lækkaði úr 238 milljónum króna í 55 milljónir króna milli áranna 2018 og 2017. Vörusala dróst saman um 2% milli ára og nam 3,4 milljörðum króna.

Í skýrslu stjórnar segir að uppsetning viðamikillar vélasamstæðu hafi staðið yfir stóran hluta ársins sem hafi valdið því að sölutekjur og afhendingarhlutfall voru undir áætlun. Fjárfesting í vélum og tækjum nam 600 milljónum króna á árinu. Norska félagið Orkla ASA keypti nýverið 20% hlut í fyrirtækinu.