Átta íslensk fatamerki verða til sýnis á tískuhátíðinni Reykjavík Fashion Festival sem hefst næstkomandi fimmtudag og mun standa til sunnudags. Þetta er í fimmta sinn sem hátíðin er haldin en að sögn Þóreyjar Evu Einarsdóttur, framkvæmdastjóra hátíðarinnar, má líta á hana sem eins konar uppskeruhátíð íslenskrar fatahönnunar og fatamerkja. Fjölbreytt dagskrá verður í boði en aðalsýning hátíðarinnar verður næstkomandi laugardag.

Miðasala á hátíðina hófst síðastliðinn föstudag en heimasíða Reykjavík Fashion Festival er www.rff.is

VB Sjónvarp ræddi við Þóreyju.