Orkuveita Reykjavíkur heldur óbreyttu lánshæfismati hjá íslenska lánshæfismatsfyrirtækinu Reitun þrátt fyrir yfirvofandi uppskiptingu fyrirtækisins.

Lánshæfismat OR er því áfram B+ með jákvæðum horfum. Í matsskýrslu Reitunar kemur fram að mögulegar leiðir hafi verið metnar innan fyrirtækisins og sviðsmynda- og næmnigreiningar verið gerðar á því hvernig uppskipt félag myndi standast breytingar á álverði og gengi krónunnar.

Segir í skýrslunni að Reitun telji ekki ástæðu til að ætla annað en að tilkynnig OR um að uppskiptingin hafi ekki neikvæð áhrif á lánardrottna sé rétt. Einskiptiskostnaður sem mun falla til er óverulegur og verður fjármagnaður úr rekstri.