Straumur hagnaðist um 22,3 milljónir evra eftir skatta á fyrsta fjórðungi þessa árs, en meðalspá greiningardeilda gerði ráð fyrir að niðurstaða rekstrarreiknings væri á núlli.

Á sama tíma í fyrra nam hagnaður bankans 69,2 milljónum evra.

William Fall, forstjóri Straums, sagði á kynningarfundi ársfjórðungsuppgjörsins í gær að niðurstaðan væri mjög ásættanleg.

„Ég er mjög ánægður með það hvernig þetta félag hefur komist í gegnum þennan ólgusjó, sem er sá hinn mesti sem ég man nokkru sinni eftir á þeim 30 árum sem ég hef fylgst með markaðinum,“ sagði Fall og bætti við að horfur væru tvísýnar á næstunni.

_____________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .