Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti á fundi sínum í gær að Páll dragi til baka uppsögn sína sem bæjarritari. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bæjarstjórn Kópavogs sem harmar umræðuna um persónu og störf Páls í kjölfar þess að hann var ráðinn forstjóri Bankasýslu ríkisins.

Í bókuninni bæjarstjórnar og bæjarfulltrúa kemur fram að hörmuð er sú umræða sem átti sér stað í kjölfar ráðningarinnar. Þar hafi persóna hans og störf verið dregin fram og því snúið á versta veg.

Fundargerð bæjarstjórnar