*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 15. mars 2015 14:35

„Uppsögnum fylgir kostnaður“

Verksmiðjum hjá Marel hefur fækkað um fimm frá því félagið hóf hagræðingaraðgerðir í byrjun árs 2014.

Edda Hermannsdóttir
Haraldur Guðjónsson

Hámörkun á skilvirkni í framleiðslukerfinu er fyrirferðarmikill þáttur af áætlun Marel og hefur verksmiðjum félagsins fækkað úr 19 í 14 frá því að hagræðingaraðgerðum var hleypt af stokkunum. „Markmið okkar með hagræðingu í framleiðslukerfinu er að færa okkur úr dreifðu framleiðslukerfi yfir í fáar fjöliðnaðar framleiðslueiningar þar sem tæki og mannauður nýtast betur og betri samþætting næst í nýsköpun. Dæmi um þetta er flutningur framleiðslustarfsemi okkar í Oss til Boxmeer í Hollandi á síðasta ári,“ segir Linda Jónsdóttir, fjármálastjóri Marel.

„Þessum flutningum fylgdu óhjákvæmilega uppsagnir starfsfólks. Uppsögnum fylgir kostnaður en auk þess kostar að flytja starfsemina. Við erum fullviss um að þetta skili sér í rekstrinum til framtíðar þar sem markmið um betri nýtingu og skilvirkni vega á móti. Sem betur fer fylgja ekki alltaf uppsagnir þessum aðgerðum en við færðum einnig starfsemi okkar í laxaiðnaði í Danmörku frá Norresundby til Stovring án þess að fækka starfsfólki. Til viðbótar við samþættingu og flutninga erum við einnig að hætta framleiðslu í Singapúr en starfsemin þar hefur skilað tapi undanfarin ár. Þessar aðgerðir auk almennra hagræð- ingaraðgerða standa að baki einskiptiskostnaði síðasta árs og við höfum sagt að við munum sjá svipaða tölu í bættum rekstrarhagnaði til framtíðar á hverju ári.“

Stikkorð: Marel Linda Jónsdóttir