Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, segir rétt liðlega helming tekna skólans koma frá hinu opinbera. Síðastliðin ár hafi skólinn þó fengið mun meira fjármagn til rannsókna úr íslenskum og erlendum samkeppnissjóðum en frá ríkinu beint.

Hún nefnir að tæplega 50 sprotafyrirtæki hafi verið stofnuð kringum lokaverkefni nemenda og rannsóknir starfsfólks við Háskólann í Reykjavík síðastliðna tvo áratugi. „Þeir peningar sem settir eru í rannsóknir, hvort sem það er gegnum ríkisfjármögnun eða samkeppnissjóði, eru undirstaða þekkingardrifinnar nýsköpunar í landinu og algjör lykill að farsælli framþróun samfélagsins."

"Við í HR lítum á skólann sem uppsprettu og drifkraft nýsköpunar og til marks um það er til dæmis Nýsköpun og stofnun fyrirtækja, risavaxið námskeið sem fimm hundruð nemendur okkar voru að klára í síðustu viku. Það er bókstaflega kjarnahlutverk skólans að skapa tækifæri fyrir hagnýtingu þekkingar og tækni með rannsóknum, kennslu og tengslum við atvinnulíf og samfélag,“ segir Ragnhildur.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði