Framkvæmdir við uppsteypu á kerskála álvers Norðuráls í Helguvík hófust í morgun.  Um 100 manns starfa á svæðinu hjá ýmsum undirverktökum við byggingu álversins.

Áætlað er að heildarkostnaður við fyrsta áfanga álversins verði 60 - 70 milljarðar íslenskra króna, og að álframleiðsla hefjist síðla árs 2010, að því er segir í fréttatilkynningu. Framleidd verða allt að 250.000 tonn af áli árlega. Þó er enn eftir að tryggja álverinu losunarheimildir og leysa úr því hvernig flytja á raforku á staðinn.