Arion banki telur varhugavert að ráðast í jafnmikla uppstokkkun á fiskveiðistjórnunarkerfinu og frumvarp um breytingu á stjórn fiskveiða leggur til.

Dregið getur úr fjárfestingum

Í umsögn Arion banka segir að 15 ára samningstími um nýtingarleyfi á aflaheimildum sé of stuttur en tímalengd samninganna sé til þess fallinn að skapa óvissu sem kann að hafa áhrif á afstöðu fjármálafyrirtækja til að veita lán. "Óvissa er til þess fallin að hafa áhrif á ákvarðandir fyrirtækja sem og vilja fjármálafyrirtækja til að lána til fyrirtækja í greininni. Fyrirtæki í sjávarútvegi eru háð aðgangi að fiskveiðiauðlindinni. Óvissa um nýtingartímann og almennt um framtíð fiskveiðistjórnunar í landinu skapar hættu á að minna verði um fjárfestingar í sjávarútvegi á komandi árum," segir í umsmögninni.

Áhrif á nýliðun í greininni

Þá segir að með nýrri fiskveiðilöggjöf á m.a. að auka nýliðun í greininni en margir þættir í frumvarpinu virðast þó mögulega geta haft áhrif í andstæða átt. Bann við veðsetningu aflaheimlda með beinum og óbeinum hætti mun hafa mikil áhrif á nýliðun í greininni, m.a. þar sem erfiðara verður að fá aðgang að lánsfé til að hefja rekstur.

Skerðir hagræðingarmöguleika

Þá benda sérfræðingar Arion banka á það að samþjöppun í sjávarútvegi hefur haft jákvæð áhrif á rekstur á framlegð greinarinnar. Þróun síðustu ára hefur sýnt að möguleiki er að möguleiki er á talsverðri stærðarhagkvæmni í fiskveiðum og vinnslu meðal fyrirtækja sem eru enn að stækka og eru ekki komin í aflahlutdeildarrhámarkið. Ýmislegt í frumvarpinu, svo sem bann við framsali aflaheimilda, er til þess fallið að hefta möguleika þessara fyrirtækja að nýta sér slíka hagræðingu.

Óvissa um rekstrarskilyrði

Þá segir að ráðstöfun hluta aflamarks í potta er til þess fallin að færa aflaheimildir milli landshluta og mun pottaskiptingin hafa neikvæð áhrif á hagkvæma nýtingu kvótans. Stækkun potta fylgir aukin óvissa um rekstarskilyrði útgerða. Minni arðsemi í sjávarútvegi gæti orðið til þess að vítahringur skapast í fiskveiðum þar sem útgerðir verða háðar úthlutun úr pottunum. Þetta gæti orðið til þess að þrýstingur í þá átt að auka við pottana skapist.

Lesa má umsögnina í heild sinni hér.