Tiskufyrirtækið Gucci jók við sölu á síðustu þremur mánuðum síðasta árs um 5%. Síðustu tvö ár hefur sala á vörum tískurisans dregist stöðugt saman.

Gucci réð Alessandro Michele sem yfirhönnuð og fyrsta vörulínan eftir hann kom á markað núna í haust. Fyrirtækið segir að vörulínunni hafi verið vel tekið.

Gott uppgjör Gucci skilaði sér til eiganda tískuhússins, Kering, en Gucci er flaggskip fyrirtækisins. Á ársgrundvelli jókst hagnaður Kering um 32%, samanborið við 2014 og sala jókst um 4,6%.

Aðrar vörulínur Kering skiluðu einnig góðum árangri. Sala Yves Saint Laurent jókst um 27,4% á síðustu þremur mánuðum ársins, samanborið við sama tímabil ári áður. Sala Puma jókst einnig um 11,7% á síðustu þremur mánuðum ársins, samanborið við ári áður.