Airbnb kveðst hafa séð uppsveiflu í fjölda bókana að undanförnu eftir mikinn samdrátt í kjölfar COVID-19 heimsfaraldursins. Þetta kemur fram á vef mbl.is .

„Kór­ónu­veir­an hef­ur veitt ferðaiðnaðinum, þar á meðal Airbnb, þungt högg og það mun áfram vera mjög mik­il óvissa,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu í dag.

„En, bók­un­ar­gögn okk­ar sýna að ferðalög eru að byrja að sveifl­ast til baka.“

Fyr­ir­tækið bend­ir meðal ann­ars á að á tíma­bil­inu 17. maí til 6. júní hafi fleiri gist­inæt­ur verið bókaðar inn­an Banda­ríkj­anna en á sama tíma­bili á síðasta ári.