Pantanir fyrir innlendan markað og erlendan hefur fjölgað í flestum framleiðslugeirum Bretlands samkvæmt könnun CBI á yfir 400 fyrirtækjum. Vöxtur í framleiðslu í Bretlandi er talinn muni aukast enn meira en áður var talið, samkvæmt umfjöllun Bloomberg-fréttaveitunnar um málið.

Fyrirtækin sem svöruðu könnuninni sögðu að eftirspurnin væri ekki byrjuð að skila sér í verðin.

Könnunin er önnur vísbending um að efnahagslíf Bretlands sé að taka við sér. Þetta er léttir fyrir íhaldsmenn í Bretlandi en eitt helsta loforðið þeirra fyrir síðustu kosningar var að koma efnahagslífi landsins aftur í gott horf.