Upptaka evru er ekki möguleg án aðildar að Evrópusambandinu, sagði José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, á sameiginlegum blaðamannafundi sínum og Geirs H. Haarde forsætisráðherra í höfuðstöðvum framkvæmdastjórnar ESB í gær.

Dagskrá Geirs var þéttskipuð í Brussel en þar fundaði hann með fimm framámönnum Evrópusambandsins. Fyrir hádegi hitti hann auk þess forsætisráðherra Belgíu, Guy Verhofstadt. Geir heldur heim til Íslands í dag. Geir og Barroso snæddu saman hádegisverð í gær en eftir það héldu þeir sameiginlegan blaðamannafund. Þeir sögðu báðir að samskipti Íslands og ESB væru mjög góð. Geir tók fram að samskiptin færu fram á grundvelli EES og Schengen. Þeir samningar hefðu reyns  vel. Geir og Barroso ræddu ýmis mál en aðspurðir kváðust þeir ekki hafa rætt hugsanlega aðild Íslands að ESB. Þeir  öluðu um evruumræðuna á Íslandi og kvaðst Barroso vilja taka fram að evran yrði ekki tekin upp án aðildar að ESB. Það ætti ekki bara við um Ísland heldur öll ríki. Hann sagði þó að framkvæmdastjórnin væri viljug til að ræða efnahagsmál við Ísland.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .