Hlutabréf á markaði í Asíu hækkuðu í dag. Það var Hitsubishi UFJ Financial Group sem leiddi hækkunina sem kom í kjölfar aukinnar en óvæntrar grósku á bandarískum húsnæðismarkaði.

Kookmin banki í Suður Kóreu og HSBC Holdings hækkuðu eftir að UBS og Washington Mutual féllust á að selja fjárfestum hluti.

Húsnæðisþróunarfélagið Sun Hung Kai í Hong Kong hækkaði einnig í verði og er hækkunin rakin til væntanlegrar yfirlýsingar seinna í dag  um lækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum.

Nikkei 225 í Japan hækkaði um 0,7% í dag og TOPIX hækkaði um 0,5%.Hang Seng í Hong Kong hækkaði um 1,7% og CSI í Kína um 0,1%.