*

fimmtudagur, 5. ágúst 2021
Innlent 27. janúar 2013 13:40

Upptökur á Ástríði ganga vel

Nýjustu þættirnir um ævintýri Ástríðar eru m.a. teknir upp í húsi Orkuveitunnar.

Ritstjórn
Ilmur Kristjánsdóttir leikur Ástríði.

Tökur ganga vel á annarri seríu af sjónvarpsþáttunum Ástríði en þær hófust nú í byrjun janúar. Leikstjóri er Silja Hauksdóttir og með aðalhlutverk fer Ilmur Kristjánsdóttir. Fyrsta serían sló rækilega í gegn þegar hún kom út og var tilnefnd til fjölda Edduverðlauna. Þættirnar fjalla um Ástríði, starfsmann fjármálafyrirtækis, og hvernig henni tekst að fóta sig í hinum framandi heimi sem fjármálaheimurinn getur verið.

Þættirnir eru framleiddir af Saga film og verða frumsýndir í mars á Stöð 2. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins fara upptökur fram víðs vegar um Reykjavík en þessa dagana er verið að taka upp í húsi Orkuveitunnar.

Stikkorð: Saga Film Ástríður