Hugmyndasamkeppnin Uppúr skúffunum er haldin í tíunda sinn á þessu ári en um er að ræða hugmyndasamkeppni þar sem keppt er í hagnýtingu og nýsköpun. Úrslit og verðlaunaafhending fer fram í Háskóla Íslands kl. 16.00 í dag.

Viðar Helgason umsjónarmaður verkefnisins segir að keppnin sé samstarfsverkefni Rannsóknaþjónustu Háskóla Íslands, Tæknigarðs, Einkaleyfastofu, og Arnason|Faktor. “Allir nemendur og kennarar Háskóla Íslands og Landsspítala-háskólasjúkrahúss og aðrir sem tengjast H.Í. geta senda inn hugmyndir og tekið þátt í keppninni. Undanfari tíu ár hefur verkefnið laðað fram fjölmargar hugmyndir sem bera vott um grósku og nýsköpun innan háskólasamfélagsins og hjá fyrirtækjum tengdum háskólanum. Þrjú verkefni eru verðlaunuð á hverju ár og er verðlaunafé að þessu sinni ein milljón króna,” segir Viðar.

Hugmyndir sem má selja

“Stutt og lag gott má segja að verkefnið felist í því að laða fram hugmundir sem má hagnýta á einhvern hátt og selja. Frá upphafi hafa þrjátíu verkefni fengið verðlaun í samkeppninni og þau hafa verið af ýmsum toga. Sem dæmi um tækjalausnir sem hafa fengið verðlaun og farið í framleiðslu má nefna tæki sem mæli súrefnisupptöku í augnbotnum og öndunarhreyfimæli. Við höfum einnig verðlaunað forvarnarverkefni vegna þunglyndis meðal unglinga, aðferð til að einangra litninga úr laufblöðum og verkefni sem kallast Samhengisháð villuleit og fellur undir stærra verkefni sem kallast Tungutækni og er ætlað að auðvelda stafsetningar- og málvilluleit við tölvuvinnslu.

Hugmyndin að samkeppninni á rættur sínar að rekja til þeirrar staðreyndar að margar góðar hugmyndir lenda iðulega ofan í skúffu og gleymast þar. Tilgangurinn er því að reyna að virkja þessar hugmyndir og koma í veg fyrir að þær gleymist og verði að engu,” segir Viðar.

Sprotafyrirtæki verða til Að sögn Viðars hefur fjöldi sprotafyrirtækja verið stofnaður upp úr verkefnunum sem borista hafa í samkeppnina á þeim tíu árum sem hún hefur verið við lýði. Auk þess sem margar hugmyndir hafa verið hagnýttar með öðrum hætti.

,,Verkefnin hafa borist frá nánast öllum deildum háskólans og má þar nefna lækna-, verkfræði-, félagsvísinda-, hugvísinda og viðskipta – og hagfræðideild. Að þessu sinni bárust tólf hugmyndir og hefur dómnefnd valið þrjár þeirra til að hljóta verðlaun sem veitt verða í Háskóla Íslands í dag,” segir Viðar Helgason verkefnastjóri.