UPS hraðsendingarisinn hyggst bjóða 10 milljarða evra (1.254 milljarða króna) í keppinaut sinn, TNT.

Óformlegar samrunaviðræður hafa átt sér stað á milli félaganna undanfarna daga, en hækkun olíuverðs hefur komið illa við fyrirtækin.

UPS er ásamt FedEx stærsta hraðsendingarfyrirtæki Bandaríkjanna. Bæði UPS og FedEx hafa um nokkurt skeið haft augastað á TNT.

Hjá TNT starfa 161.500 manns í yfir 200 löndum. Markaðsvirði félagsins er 9,6 milljarðar evra.

Yfirtaka á TNT myndi styrkja stöðu UPS í Evrópu verulega, en UPS hefur smám saman verið að byggja upp stöðu sína þar.

Þetta kemur fram í frétt Telegraph.