Samkvæmt lögum skal árlega úthluta fé úr ríkissjóði til starfsemi stjórnmálasamtaka sem fengið hafa a.m.k. einn mann kjörinn á Alþingi eða hlotið hafa a.m.k. 2,5% atkvæða í næstliðnum alþingiskosningum. Upphæðin sem kemur í hlut stjórnmálaflokkanna ræðst af fjárlögum hverju sinni og úthlutast á milli stjórnmálasamtakanna í samræmi við atkvæðamagn.

Í samantekt hér að neðan má sjá að upphæðirnar munu koma til með að dragast mikið saman hjá flokkum eins og Framsóknarflokki og Samfylkingunni í kjölfarið lélegrar kosningar. Í ár fékk Framsóknarflokkurinn þannig tæpar 72 milljónir úthlutað en mun hinsvegar aðeins fá tæpar 34 milljónir á næsta ári ef framlög ríkisins verða sambærileg. Eins mun upphæð Samfylkingarinnar dragast saman úr rúmum 38 milljónum í tæpar 17 milljónir. Þá er vert að benda á að árið 2010 fékk flokkurinn úthlutað rúmar 102 milljónir úr ríkissjóði og er fallið því hátt á rúmum sex árum.

Flokkar sem ekki náðu á þing fengu 73 milljónir

Eins sýnir úttektin að á kjörtímabilinu 2013-2016 fengu þrír flokkar sem ekki náðu manni inn á þing í alþingiskosningunum árið 2013 samanlagt rúmar 73 milljónir úr ríkissjóði, en það voru stjórnmálasamtökin Dögun, Flokkur heimilanna og Lýðræðisvaktin .

Framlög til stjórnmálaflokka
Framlög til stjórnmálaflokka
© vb.is (vb.is)

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð .