Rekstrarhagnaður Farice, sem rekur tvo sæstrengi milli Íslands og Evrópu, nam 933 þúsund evrum, eða sem nemur 117 milljónum íslenskra króna á síðasta ári.

Árið 2016 nam hagnaðurinn hins vegar einungis um 25 þúsund evrum, eða 3,2 milljón krónum, sem skýrist fyrst og fremst vegna tveggja milljóna evra gengishagnaðar, eða sem nemur tæplega 261 milljóna íslenskra króna.

Þrátt fyrir þennan mikla hagnaðarauka var enn tap á rekstri félagsins eftir fjármagnsliði en tapið minnkaði úr 11 milljón evrum árið 2016 í 346 þúsund evrur. Það samsvarar breytingu úr tæplega 1,4 milljarða króna tapi niður í 43,5 milljónir íslenskra króna.

Á sama tíma jukust heildartekjur félagsins um 8,5% og námu þær um 15 milljón evrum árið 2017. EBITDA félagsins jókst jafnframt um 10,8%, upp í 8 milljónir evra og eigið fé félagsins jókst úr 34% í 37%.