*

fimmtudagur, 21. október 2021
Innlent 25. september 2017 14:09

Úr 24 prósentum í 39 prósent

Árið 2012 stóð ferðaþjónusta undir um 24% af heildarútflutningstekjum þjóðarbúsins. Í dag er sú tala komin upp í 39%.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

yrir fimm árum síðan, árið 2012, birtu erlendir sérfræðingar McKinsey skýrslu sem var nokkurs konar vegvísir fyrir Ísland út úr kreppunni. Hagfræðideild Landsbankans bendir á að í skýrslunni hafi verið gert ráð fyrir að vaxtarmöguleikar ferðaþjónustunnar væru tiltölulega takmarkaðir. 

Þegar hún var gefin út árið 2012, stóð ferðaþjónusta undir um 24% af heildarútflutningstekjum þjóðarbúsins. Þá jukust tekjur af ferðaþjónustu um 15% árlega að raunvirði frá árinu 2012. Í dag skapar greinin um 39% af útflutningstekjum. Árið 2012 starfaði 10% af vinnuafli við greinina, í dag veitir greinin um 13% af vinnuafli atvinnu. 

Einnig bendir hagfræðideildin á að á árunum 2012 til 2016 hefur vægi ferðaþjónustu í heildarframleiðslu aukist úr 4,8% í 8,2%. Viðskiptablaðið greindi frá því í morgun að samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands hafi vaxtarhraði ferðaþjónustunnar aldrei verið meiri.

Stikkorð: Ferðaþjónusta McKinsey vöxtur vægi