Heildareignir þeirra 16 sparisjóða sem voru starfandi árið 2008 námu 742 milljörðum króna þann 30. september 2008.  Í árslok 2011 var tími stóru sparisjóðanna liðinn segir í skýrslunni en þá hafði sparisjóðunum fækkað í 10 og námu eignirnar aðeins 60 milljörðum króna. "Sparisjóðirnir sem enn störfuðu voru smærri landsbyggðarsparisjóðir og hlutdeild þeirra í fjármálakerfinu lítil," segir í skýrslunni.

"Enn hallaði undan fæti hjá sparisjóðunum á árinu 2012, heildareignir þeirra námu þá rúmum 57 milljörðum króna, en lækkunin var að mestu til komin vegna samruna Sparisjóðs Ólafsfjarðar og Arion banka hf. Hlutdeild sparisjóðanna í heildareignum lánastofnana var rétt rúmlega 1,5% í lok árs 2012. Á árinu 2012 voru fjórir sparisjóðir af níu reknir með tapi og arðsemi heildareigna var lítil. Enn ríkir ákveðin óvissa um mat útlána sem háð eru túlkun dóma um gengistryggð útlán og raunveruleg fjárhagsstaða sparisjóðanna er því óviss."

Haustið 2008 voru 16 sparisjóðir með starfsleyfi:

  • Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis hf.
  • Byr sparisjóður
  • Sparisjóðurinn í Keflavík
  • Sparisjóður Mýrasýslu
  • Afl sparisjóður
  • Sparisjóður Ólafsfjarðar
  • Sparisjóður Vestmannaeyja
  • Sparisjóður Bolungarvíkur
  • Sparisjóður Norðfjarðar
  • Sparisjóður Þórshafnar og nágrennis
  • Sparisjóður Svarfdæla
  • Sparisjóður Höfðhverfinga
  • Sparisjóður Strandamanna
  • Sparisjóður Suður-Þingeyinga
  • nb.is-sparisjóður
  • Sparisjóður Kaupþings hf.

Árið 2011 voru 10 sparisjóðir með starfsleyfi:

  • Afl sparisjóður
  • Sparisjóður Bolungarvíkur
  • Sparisjóður Höfðhverfinga
  • Sparisjóður Norðfjarðar
  • Sparisjóður Ólafsfjarðar
  • Sparisjóður Strandamanna
  • Sparisjóður Suður-Þingeyinga
  • Sparisjóður Svarfdæla
  • Sparisjóður Vestmannaeyja
  • Sparisjóður Þórshafnar og nágrennis