Þyrí Dröfn Konráðsdóttir er nýr markaðsstjóri N1 en hún hefur starfað sem sérfræðingur á markaðssviði N1 frá því í ágúst 2012. Þyrí breytti um stefnu þegar hún ákvað að færa sig frá fjármálaheiminum og yfir í markaðsfræðina en hún hefur alltaf haft áhuga á markaðsfræðinni. ,,Ég hef mikinn áhuga á auglýsingum og vörumerkjum og þess vegna valdi ég markaðsfræði í BS-náminu. Ég er líka áhugamanneskja um fólk og hvernig skoðanir þeirra mótast og því á markaðsfræðin vel við mig.

Þyrí hefur einstaklega gaman af því að hreyfa sig þegar hún er ekki í vinnunni en hún stundar bootcamp af kappi. Einnig ferðast Þyrí og fjölskylda hennar mikið innanlands í hjólhýsinu þeirra. Utlandsferðir eru líka í miklu uppáhaldi og er planið að fara í Legoland með krakkana í sumar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .