Jón Þór Sturluson var ráðinn aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins. Hann var valinn úr hópi 15 umsækjenda að undangengnu ráðningarferli. „Ég er mjög spenntur fyrir starfinu en það eru mörg verkefni að koma sér inn í og fara yfir,“ segir Jón Þór í samtali við Viðskiptablaðið. Jón Þór er með doktorspróf í hagfræði frá Stockhom School og Economics og hefur varið stærstum hluta starfsferils síns innan fræðasamfélagsins.

Aðstoðarmaður ráðherra

Jón Þór var aðstoðarmaður fyrrverandi viðskiptaráðherra, Björgvins G. Sigurðssonar, á árunum 2007-2009. Á sama tíma var hann sérstakur efnahagsráðgjafi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, þáverandi utanríkisráðherra. Jón Þór var virkur innan Samfylkingarinnar og sat í Bankaráði Seðlabankans fyrir hönd flokksins. Hann sagði sig úr flokknum árið 2010 vegna vantrausts til þingflokks Samfylkingarinnar.

Ítarlega er fjallað um starfsferil Jóns Þórs Sturlusonar í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.