Hagnaður Útgerðarfélags Reykjavíkur í fyrra nam 25 milljónum evra og jókst um 15 milljónir evra á milli ára.

Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði arður fyrir allt að 13 milljónir evra vegna síðasta rekstrarárs.

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, er aðaleigandi félagsins sem á jafnframt 34% í því félagi.

Eignir Útgerðarfélags Reykjavíkur námu um 500 milljónum evra við lok síðasta árs og jukust um tæpar 50 milljónir milli ára.