*

laugardagur, 26. september 2020
Innlent 2. desember 2019 15:01

Úr Heimavöllum í Málmsteypu Þorgríms

Framtakssjóðurinn Umbreyting hefur fest kaup á Málmsteypu Þorgríms Jónssonar ehf. Sama félag hugðist verða kjölfestufjárfestir í Heimavöllum.

Ritstjórn
Árni Jón Pálsson, Yngvi Halldórsson og Gunnar Páll Tryggvason hjá Alfa Framtak
Aðsend mynd

Framtakssjóðurinn Umbreyting hefur fest kaup á Málmsteypu Þorgríms Jónssonar ehf. í gegnum félagið AU 3 ehf. Samkeppniseftirlitið hefur þegar samþykkt samrunann.

Umbreyting er sjö milljarða framtakssjóður í stýringu hjá Alfa framtaki og á meðal annars félagið Borgarplast. 

Samkeppniseftirlitið hafði helst til athugunar tengsl markaða sem Borgarplast og Málmsteypa Þorgríms Jónssonar starfa á. Eftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að félögin að meginstefnu til á ólíkum mörkuðum. Samrunaaðilar starfi að hluta til á sama sviði, þar sem báðir aðilar selja vörur fyrir fráveitukerfi. Hins vegar sé takmörkuð staðganga er á milli vara fyrirtækjanna á þeim markaði. 

Í samrunaskránni er bent á að AU3 ehf. hafi verið stofnuð um önnur viðskipti sem ekki gengu eftir. Umbreyting ásamt fleiri fjárfestum hugðist í sumar kaupa allt að 27% hlut í Heimavöllum fyrir allt að fjóra milljarða króna í gegnum AU 3, gegn því skilyrði að Heimvellir yrði skráðir af markaði. 81% hluthafa Heimavalla samþykkt afskráninguna en Kauphöll Íslands hafnaði afskráningu þar sem hún þótti ekki nægjanlega afgerandi. Tilboð AU 3 miðaðist við að greiddar væru 1,3 krónur á hlut en gengi bréfa í Heimavöllum er sem stendur í 1,16 krónum á hlut.