Útgerðarfélag Reykjavíkur (ÚR) hélt lokað útboð á víxlum í tveimur flokkum í gær. ÚR tók við tilboðum fyrir 3.000 krónum en alls bárust tilboð að fjárhæð 3.500 milljónum króna frá fjórtán aðilum, að því er segir í fréttatilkynningu félagsins.

Þetta er þriðja útboð félagsins á innan við hálfu ári en það fyrsta á þessu ári. Meðaltals vextir voru 3,55% en álag á Reibor lækkaði um 0,15% frá fyrra útboði. Artica Finance sá um útboðið.

Útgerðarfélag Reykjavíkur er stærsti hluthafi Brim en verðmæti ÚR nemur 430 milljónum evra, eða 66 milljörðum króna. Guðmundur Kristjánsson er aðaleigandi ÚR.