Félag Guðmundar Kristjánssonar forstjóra Brim, Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem áður hét reyndar sjálft Brim, hefur selt 2% hlut í Brim fyrir tæplega 1,2 milljarða króna.

Salan nú var á 30 milljón hlutum en þau voru seld á genginu 38,5 krónur, en gengi bréfanna í kauphöllinni þegar þetta er skrifað er 38,9 krónur.

Eftir sem áður á hann og félög tengd honum 874,9 milljón hluti í félaginu sem samsvara 44,7%. Miðað við sölugengið nú er verðmæti þessara bréfa nærri 34 milljarðar króna.

Eins og Viðskiptablaðið greindi fyrst frá á sínum tíma keypti Guðmundur ríflega þriðjungs hlut í félaginu, sem þá hét HB Grandi, af Kristjáni Loftssyni í Hval, á genginu 35 fyrir um 22 milljarða króna.

Hér má lesa frekari fréttir um vendingarnar hjá fyrirtækinu síðan þá: