*

föstudagur, 28. janúar 2022
Innlent 16. desember 2019 11:22

ÚR selur fyrir 1,2 milljarða í Brimi

Félag Guðmundar Kristjánssonar forstjóra Brims, selur 2% í Brim. Á enn fyrir nærri 34 milljarða í félaginu.

Ritstjórn
Guðmundur Kristjánsson er í dag forstjóri Brim á ný eftir að nafni HB Granda var breytt í nafn hans gamla félags, sem nú heitir Útgerðarfélag Reykjavíkur. Hann er jafnframt aðaleigandi félagsins.
Haraldur Guðjónsson

Félag Guðmundar Kristjánssonar forstjóra Brim, Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem áður hét reyndar sjálft Brim, hefur selt 2% hlut í Brim fyrir tæplega 1,2 milljarða króna.

Salan nú var á 30 milljón hlutum en þau voru seld á genginu 38,5 krónur, en gengi bréfanna í kauphöllinni þegar þetta er skrifað er 38,9 krónur.

Eftir sem áður á hann og félög tengd honum 874,9 milljón hluti í félaginu sem samsvara 44,7%. Miðað við sölugengið nú er verðmæti þessara bréfa nærri 34 milljarðar króna.

Eins og Viðskiptablaðið greindi fyrst frá á sínum tíma keypti Guðmundur ríflega þriðjungs hlut í félaginu, sem þá hét HB Grandi, af Kristjáni Loftssyni í Hval, á genginu 35 fyrir um 22 milljarða króna.

Hér má lesa frekari fréttir um vendingarnar hjá fyrirtækinu síðan þá: