Í dag fer fram haustráðstefna Advania á Hilton hótelinu í Reykjavík. Stefán Hrafn Hagalín er forstöðumaður Samskiptasviðs hjá Advania og sagði í samtali við Viðskiptablaðið í vikunni óhætt að fullyrða að Haustráðstefnan sé einn stærsti viðburðurinn í íslenskri upplýsingatækni á ári hverju. „Til marks um umfangið er að í ár verða um 40 fyrirlestrar í boði á ráðstefnunni á fjórðum mismunandi sviðum,“ segir Stefán Hrafn.

Helsti ræðumaður ráðstefnunnar er Dan Lyons, tækniritstjóri alþjóðlega fréttatímaritsins Newsweek, en hann mun út frá sjónarhorni atvinnulífsins fjalla um þá byltingu sem orðið hefur í samfélagsmiðlum. Auk hans mun Björn Zoëga, forstjóri Landspítala-Háskólasjúkrahúss, fjalla um nýja spítalann sem byggja á í Vatnsmýrinni og Janne Sigurðsson, forstjóri Fjarðaáls, mun ræða hvernig álverið á Reyðarfirði beitir upplýsingatækni við uppbyggingu þekkingarvers.

Fótboltaáhugamenn þurfa heldur ekki að örvænta en öllum ráðstefnugestum verður, að fundi loknum, boðið á landsleik íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu en það mætir Noregi á heimavelli.