Uppgjör Marel á fyrsta ársfjórðungi voru sannarlega vonbrigði. Fram kemur í Morgunpósti IFS Greiningar að það sé áhyggjuefni að ekki aðeins dragast tekjurnar saman um rúm 2% á milli ára og 8% á milli fjórðunga heldur lækkar framlegðarhlutfallið líka um heil 3 prósentustig.

Fram kom í uppgjöri Marel sem birt var seint í gær að tap félagsins á fyrsta fjórðungi ársins nam 1,9 milljónum evra, 295 milljónum króna, samanborið við 5,7 milljóna evra, eða 884 milljóna króna, hagnað á sama tíma í fyrra. Rekstrarhagnaður (EBITDA) Marel nam 8,1 milljón evra á tímabilinu borið saman við 16,9 milljónir evra á sama tíma í fyrra.

Haft var eftir Árna Oddi Þórðarsyni, forstjóra Marel, í afkomutilkynningu að afkoman sé ekki í samræmi við getu félagsins.

Í Morgunpósti IFS Greiningar segir að lægra framlegðarhlutfall skili 5,4m evra lægri framlegð en í fyrra og tæplega 16 milljóna evra milljónum minna en á fyrsta ársfjórðungi árið 2012. Þá var EBIT innan við 1% af tekjum og nam tap fyrir skatta 2,6 milljónum evra, jafnvirði 400 milljóna króna.