Uppgjör Marel er vonbrigði, jafnvel þótt markaðsaðilar höfðu fyrirfram haft litlar væntingar til þess, að mati Greiningar Íslandsbanka. Deildin segir nýliðun og lokastaða pantanabókar Marel verða mikil ógnun við félagið og að verulega hafi gefið á reksturinn.

Hagnaður Marel nam tæpum sex milljónum evra á þriðja ársfjórðungi eða jafnvirði rúmra 700 milljóna íslenskra króna. Það er 29% samdráttur á milli ára. Þá drógust tekjur saman um 4,5% á milli ára.

Í Morgunkorni deildarinnar í dag segir að mikilvægasta stærðin í rekstri Marel sé EBIT-hagnaður fyrirtækisins. Bent er á að hlutfall EBIT af tekjum Marel nam 7,2% á fyrstu níu mánuðum ársins og hefur það verið að lækka síðustu árin. EBIT í hlutfalli af tekjum á nam 8,2% á þriðja ársfjórðungi samanborið við 8,6% á sama fjórðungi í fyrra.