Fyrirtækið Q44 ehf., sem er í óbeinni eigu barna Magnúsar Kristinssonar, útgerðarmanns í Vestmannaeyjum, hefur keypt 40% hlut í Kraftvélum ehf.

Kraftvélar hf. hófu rekstur árið 1992 og var Páll Samúelsson þá eigandi þeirra. Ævar Þorsteinsson keypti fyrirtækið árið 2005, en í janúarmánuði árið 2010 var það svo úrskurðað gjaldþrota.

Í samtali við Viðskiptablaðið á þeim tíma sagði Ævar niðurstöðuna dapra, en gjaldþrotið væri afleiðing stöðvunar útboða og verklegra framkvæmda í landinu.

„Kúnnarnir mínir eru allflestir dauðir, tekjurnar farnar og það kemur ekkert í kassann,“ sagði Ævar þá.

Árið 2009 stofnaði Ævar hins vegar félagið Vélar og þjónustu ehf. ásamt Eiði Haraldssyni og tók það yfir rekstur Kraftvéla. Ævar keypti svo hlut Þorsteins árið 2012 og átti þar með alla hluti í félaginu þar til núna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .