Löggjöf um atvinnuleyfi útlendinga utan EES-svæðisins er úrelt og þjónar ekki hagsmunum fyrirtækja sem þurfa á erlendu háskólamenntuðu starfsfólki að halda. Kemur þetta fram í minnisblaði fjárfestingarsviðs Íslandsstofu til ráðherra.

Í frumvarpi til breytinga á lögum um atvinnuréttindi útlendinga, sem lögmannsstofan Lex vann fyrir Fjárfestingarstofu, er lagt til að tekið verði upp tímabundið atvinnu- og dvalarleyfi til sérhæfðra erlendra starfsmanna sem ráðnir eru vegna sérgreindra tímabundinna verkefna hérlendis í þágu innlendra aðila. Í minnisblaðinu segir að níu af fimmtán fyrirtækjum, sem haft var samband við, séu í þörf fyrir fleira háskólamenntað erlent starfsfólk.

Þórður H. Hilmarsson er forstöðumaður fjárfestingarsviðs Íslandsstofu.