Um daginn var hér sýnt hversu sjónvarpsstöðvum hefði fjölgað á Íslandi frá því einkaleyfi RÚV til útsendinga var afnumið. Þær voru 2 árið 1986 en 12 á liðnu ári.

Þessi munur er ekki síður greinilegur þegar horft er til útsendingartímans. Það munaði raunar ekki mikið um Stöð 2 árið 1986, útsendingar hófust ekki fyrr en í október og fyrstu árin var aukning lítil og jöfn.

Undir aldamót hljóp meira fjör í leikinn og alls voru útsendingarstundirnar 106.051 ruglárið 2006.

Hins vegar mun vafalaust einhverjum þykja merkilegt að af þessum tölum Hagstofunnar um framboð sjónvarpsafþreyingar verður hreint ekki séð að „hér hafi orðið Hrun“!