Áætlað er að umræðu um fjáraukalög muni ljúka í kvöld og á föstudaginn fer fram önnur umræða um fjárlög fyrir árið 2014. Þingmenn rökræddu það á þinginu fyrr í dag hvort halda ætti áfram fram á kvöld en stjórnarandstæðan gagnrýndi það að ekki hefðu verið nógu margir þingmenn stjórnarflokkanna viðstaddir umræðurnar í gærkvöldi.

VB Sjónvarp ræddi við Einar K. Guðfinnsson, forseta Alþingis.