Greiningardeilda Kaupþings segir stórfellda útgáfu innistæðubréfa og frekari útgáfu ríkisbréfa hafa þau áhrif að krónur fari úr fjármálakerfinu og inn í Seðlabankann.

Bendir deildin á að útgáfan kunni að leiða til krónuskorts og það hafi raunar gengið eftir ef marka megi þróun skiptaálagsins því engar verulegar breytingar hafa átt sér stað á erlendri lausafjárstöðu íslenska fjármálakerfisins.

„Því hafa aðgerðir Seðlabankans e.t.v. náð að styrkja krónuna en spurningin er hvort að þær séu ekki neikvæðar fyrir fjármálakerfið í heild sinni ef litið er fram veginn,“ segir í Hálffimm fréttum deildarinnar í gær.