Hæstiréttur Bretlands hefur úrskurðað að þingrofið, sem Boris Johnson boðað fyrr í mánuðinum, sé ólöglegt. BBC greinir frá þessu og hefur eftir talsmanni forsætisráðherra að niðurstaða dómsins sé til skoðunar í Downing Street.

Lady Hale, forseti Hæstaréttar Bretlands, kvað upp dóminn og sagði áhrif ákvörðunarinnar um þingrof vega að kjarna lýðræðisins. Ákvörðunin hafi verið ólögleg þar sem þingrofið kæmi veg fyrir að þingið gæti sinnt lýðræðislegu hlutverki sínu.

Þingforseti breska þingsins (e. Commons Speaker) John Bercow fagnaði niðurstöðunni og sagði þingið myndi nú hittast aftur án tafar og að hann myndi ræða við formenn allra flokka um næstu skref.