*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 17. nóvember 2011 07:50

Úrskurðarnefnd metur eignir SpKef

Mat sérstakar úrskurðarnefnar mun skera úr um hver endanlegur kostnaður ríkisins verður vegna sölu SpKef.

Ritstjórn
Haraldur Jónasson

Skipuð hefur verið sérstök úrskurðarnefnd til þess að meta eignir SpKef. Samningur milli Landsbankans, sem tekur SpKef yfir, og fjármálaráðuneytisins gerir ráð fyrir að ríkið borgi mismuninn á eignum SpKef og innstæðum með ríkisskuldabréfum. Ríkið telur upphæðina vera 11,1 milljarð en Landsbankinn metur upphæðina á 30 milljarða.

Greint er frá málinu í Fréttablaðinu í dag. Vegna þessa ágreinings hefur sérstök nefnd verið skipuð. 

Stikkorð: SpKef