Gerðardómur sem skipaður var til að ákvarða laun félagsmanna í Bandalagi háskólamanna (BHM) og hjúkrunarfræðinga hefur komist að niðurstöðu.

Samkvæmt úrskurðinum munu beinar launahækkanir til félagsmanna í BHM verða 7,2%, afturvirkt frá 1. mars 2015, og 5,5% þann 1. júní 2016 auk þess sem þeir fá 1,65% framlag til útfærslu á menntunarþætti og öðrum þáttum í stofnanasamningi.

Loks fá þeir eingreiðslu að fjárhæð 63.000 kr. þann 1. júní 2017 sem bætur fyrir að gildistími launabreytingarinnar 1. júní 2016 er lengri en ella því ekki verði launabreytingar hjá BHM-félögunum þann 1. júní 2017.

Kjarasamningur BHM framlengist frá 1. mars 2015 til 31. ágúst með ofangreindum breytingum, samkvæmt úrskurðinum.

Ekki hafa enn fengist upplýsingar um launabreytingar hjúkrunarfræðinga.