Hæstiréttur staðfesti með úrskurði sínum í dag dóm Landsréttar frá 10 september sl. í máli ISVIA gegn flugvélaleigunni bandarísku ALC. Málið varðar kyrrsetningu Airbus A321-211 vélar í eigu ALC sem Wow air hafði á leigu þegar flugfélagið var úrskurðað gjaldþrota. ISAVIA lagði hald á vélina en samkvæmt dómi héraðsdóms í júlí sl. fékk ALC vélina aftur afhenda úr umráðum ISAVIA.

Úrskurður Hæstiréttur staðfestir þennan dóm Héraðsréttar og úrskurð Landsréttar 10. september sl. í sama máli. Það er að ALC hafi verið heimilt að fá þotuna tekna með beinni aðfarargerð úr vörslu Isavia.

ISAIA var sóknaraðilinn í málinu og hafði vísað málinu bæði til Landsréttar og Hæstaréttar, en í úrskurðinum var félaginu gert að greiða varnaraðila ALC 500 þúsund krónur í kærumálskostnað.

„ALC krafðist þess að sér yrði heimilað að fá loftfar tekið með beinni aðfarargerð úr vörslum I ohf. og afhent sér. Með úrskurði héraðsdóms var krafa ALC tekin til greina og kveðið á um að málskot frestaði ekki aðfarargerðinni. Í úrskurði Landsréttar, sem staðfestur var í Hæstarétti með vísan til forsendna hans, kom fram að ALC hefði þegar fengið umráð loftfarsins. Var því talið að I ohf. hefði ekki lengur lögvarða hagsmuni af því að hnekkt niðurstöðu héraðsdóms og málinu því vísað frá Landsrétti,“ segir í reifun dómsins.