*

þriðjudagur, 26. október 2021
Innlent 28. janúar 2015 20:09

Úrslit gætu ráðist af mætingu í þingsal

Áfengisfrumvarpið verður líklega tekið til atkvæðagreiðslu á Alþingi. Málið gæti ráðist af því hverjir verða í þingsal þegar til kastanna kemur.

Jóhannes Stefánsson
Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Haraldur Guðjónsson

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist telja góðar líkur á því að áfengisfrumvarpið svonefnda komist til annarrar umræðu á Alþingi. Hann kveðst bjartsýnn á að það gerist í fyrri hluta febrúar. Verði það raunin er sennilegt að þingmenn þurfi að greiða atkvæði í málinu, en það yrði í fyrsta sinn sem frumvarp um afnám einkasölu ríkisins á áfengi kæmist í gegnum þrjár umræður.

Gæti oltið á veikindum eða vonskuveðri

Viðskiptablaðið kannaði afstöðu þingmanna til frumvarpsins í nóvember í fyrra, en mjótt var á munum milli stuðningsmanna frumvarpsins og andstæðinga. Sú staða er að líkindum ekki mikið breytt, ef marka má mat nokkurra þingmanna úr stjórn og stjórnarandstöðu sem Viðskiptablaðið ræddi við nú. Verði greidd atkvæði um málið gæti hending ein ráðið úrslitum þess. „Þetta gæti bara ráðist af mætingu í þingsal þann daginn,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks. Þannig sé ekki óhugsandi að veikindi eins þingmanns eða fjarvist af öðrum ástæðum gæti haft úrslitaáhrif.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Ávöxtun sjóða
  • Vill breyta sjúkrahúsi í hótel
  • Gagnsæi og aðhald vantar í fjármálum sveitarfélaga
  • Sameiningarviðræður í fjármálageiranum
  • Jón von Tetzchner er í ítarlegu viðtali um nýja vafrann og fjárfestingar á Íslandi
  • Nýr Mercedes-Benz gagnrýndur
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um Grikkland og evruna
  • Óðinn skrifar um misskilning varðandi meinta misskiptingu á auði
  • Þá eru í blaðinu pistalr og margt, margt fleira