Í morgun hófust úrslit í Frumkvöðlakeppni Innovit 2008 fyrir íslenska háskólanemendur. Frumkvöðlarnir að baki átta efstu viðskiptahugmyndunum kynna nú viðskiptahugmyndir sínar  fyrir yfirdómnefnd keppninnar.

Sigurvegarinn hlýtur að launum Gulleggið 2008 afhent ásamt veglegum peningaverðlaunum.

Lokahóf keppninnar fer fram í dag kl. 17:00 – 18:30 í Iðnó . Þar verður tilkynnt um sigurvegara í keppninni og  Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra og Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri Landsbankans munu afhenda sigurlaunin.